Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2019 22:45 Þeistareykjavegur, milli Húsavíkur og gatnamóta á Hólasandi, verður alls 47 kílómetra langur. Grafík/Guðmundur Björnsson. Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15