Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Ari Brynjólfsson skrifar 27. apríl 2019 07:00 Börnum á leikskólum borgarinnar hefur fækkað um rúmlega 700 á síðustu fjórum árum. Fréttablaðið/Anton Brink Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira