Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 19:20 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. fbl/stefán Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15