Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 17:15 Abascal, leiðtogi Vox, á kosningafundi í Valencia í gær. Hann hefur líkt femínistum við nasista á viðburðum flokksins. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta hægriflokksins á Spáni útilokar ekki að mynda ríkisstjórn með hægriöfgaflokknum Vox nái hægriflokkarnir meirihluta í þingkosningum sem fara fram á sunnudag. Vísbendingar eru sagðar um að Vox gæti vaxið verulega ásmegin á lokametrunum. Síðasti dagur kosningabaráttunnar á Spáni er í dag en samkvæmt venju fara engir kosningaviðburðir fram þar daginn fyrir kjördag. Fjórir dagar eru liðnir frá því að hætt var að gera skoðanakannanir en þær síðustu bentu til þess að fimm flokkar fái hver um sig yfir tíu prósent atkvæða. Verði úrslitin í samræmi við þær kannanir vinnur Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra flest atkvæði, tæpan þriðjung. Sósíalistar ynnu helst með vinstripopúlistaflokknum Við getum sem mælst hefur með um 14% fylgi. Óvíst er þó hvort að flokkarnir á vinstri væng spænskra stjórnmála nái að mynda meirihluta. Sánchez boðaði til skyndikosninga eftir að hann kom fjárlagafrumvarpi ekki í gegnum spænska þingið í febrúar. Katalónskir þjóðernissinnar studdu framvarpið ekki þegar Sánchez vildi ekki fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Hann þarf að líkindum að reiða sig á stuðning þeirra eftir kosningar. Á hægri vængnum gæti Lýðflokkurinn fengið um fimmtung atkvæða, Borgararnir um 14% og Vox um 11%. Reuters-fréttastofan segir að vísbendingar séu hins vegar um fylgisaukningu Vox síðustu dagana fyrir kjördag. Þannig bendi tölur úr leitarvél Google til þess að áhugi á Vox hafi aukist verulega. Um þrefalt fleiri netverjar leiti að flokknum en nokkrum öðrum flokki. Þetta verður í fyrsta skipti sem hægriöfgaflokkur vinnur fleiri en eitt þingsæti á Spáni eftir að lýðræði var komið aftur á þar árið 1974. Þegar flokkurinn vann óvæntan sigur í héraðskosningum í Andalúsíu í desember fékk Vox mun hærra hlutfall atkvæða en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir.Graphic NewsÁ móti innflytjendum og femínisma Vox er sagður sverja sig í ætt við sambærilega popúlíska hægriflokka sem hafa náð framgangi í Evrópu undanfarin ár, þar á meðal Ítalíu, Frakklandi og Ítalíu. Flokkurinn vill afnema bann við táknum frá tímum einræðisherrans Francesco Franco, kynbundnu ofbeldi og færa völd frá sjálfsstjórnarhéruðum til alríkisstjórnarinnar í Madríd. Leiðtogar Vox tala á andfemínískum nótum og flokkurinn er andsnúinn innflytjendum. Þannig talaði Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, um „femínasista“ og sakaði aðra flokka um að veita útlendingum félagslega aðstoð frekar en innfæddum Spánverjum á kosningafundi í Las Rozas. Þá hefur Vox tekið upp popúlisma í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að gagnrýna fjölmiðla linnulítið og ala á sundrungu ólíkra þjóðfélagshópa. Flokkurinn hefur staðið fyrir fjöldasamkomum undanfarna daga og er talið mögulegt að hann gæti stolið atkvæðum frá óánægðum kjósendum Lýðflokksins, ekki síst í dreifðari byggðum Spánar. Ólíkt öðrum popúlískum flokkum í Evrópu beinir Vox spjótum sínum ekki sérstaklega að Evrópusambandinu. Ver hann kröftum sínum frekar í að leggjast gegn sjálfstæðishugmyndum Katalóna og Baska. Leiðtogar flokkanna í sjónvarpskappræðum sem Vox fékk ekki að taka þátt í þar sem flokkurinn er án þingmanns. Frá vinstri: Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, og Albert Rivera, leiðtogi Borgaranna.Vísir/EPAMiklar líkur á þrátefli Sánchez forsætisráðherra varaði við því í dag að hægrið og öfgahægrið gætu myndað bandalag eftir kosningar vinni Vox á. „Enginn gerði ráð fyrir að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og honum tókst það. Enginn hélt að Bolsonaro gæti orðið forseti Brasilíu. Enginn hélt að í Andalúsíu myndi hægrið og öfgahægrið ríkja saman og þau eru að því,“ sagði Sánchez í viðtali við dagblaðið El País. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, hefur nú opnað á einmitt þann möguleika. Ljóst sé að bæði Vox og Borgararnir ættu eftir að vinna einhverja tugi þingsæta. „Hvers vegna ættum við þess vegna að troða hver öðrum um tær þegar það sem við þurfum að gera er að sameina krafta okkar?“ sagði hann í útvarpsviðtali. Takist Vox ekki að stela atkvæðum frá vinstri vængnum eða virkja kjósendur sem hafa ekki nýtt atkvæðisrétt sinn í fyrri kosningunum er talið líklegast að hvorki hægri né vinstri blokkin í spænskum stjórnmálum nái að mynda meirihluta. Því þurfi stóru flokkarnir að reiða sig á stuðning smárra flokka sem aðhyllast sjálfstæði Katalóníu sem er eitt umdeildasta mál spænskra stjórnmála um þessa mundir. Því eru líkurnar á erfiðri stjórnarmyndun og þrátefli eftir kosningar taldar miklar. Heimildir:ReutersViðtal El País við Pedro SánchezUmfjöllun El País um Pablo CasadoPolitico Spánn Tengdar fréttir Öfgaflokkur ekki með í kappræðum Öfgaíhaldsflokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræðunum fyrir spænsku þingkosningarnar sem fara fram þann 28. apríl. 18. apríl 2019 09:00 Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Leiðtogi stærsta hægriflokksins á Spáni útilokar ekki að mynda ríkisstjórn með hægriöfgaflokknum Vox nái hægriflokkarnir meirihluta í þingkosningum sem fara fram á sunnudag. Vísbendingar eru sagðar um að Vox gæti vaxið verulega ásmegin á lokametrunum. Síðasti dagur kosningabaráttunnar á Spáni er í dag en samkvæmt venju fara engir kosningaviðburðir fram þar daginn fyrir kjördag. Fjórir dagar eru liðnir frá því að hætt var að gera skoðanakannanir en þær síðustu bentu til þess að fimm flokkar fái hver um sig yfir tíu prósent atkvæða. Verði úrslitin í samræmi við þær kannanir vinnur Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra flest atkvæði, tæpan þriðjung. Sósíalistar ynnu helst með vinstripopúlistaflokknum Við getum sem mælst hefur með um 14% fylgi. Óvíst er þó hvort að flokkarnir á vinstri væng spænskra stjórnmála nái að mynda meirihluta. Sánchez boðaði til skyndikosninga eftir að hann kom fjárlagafrumvarpi ekki í gegnum spænska þingið í febrúar. Katalónskir þjóðernissinnar studdu framvarpið ekki þegar Sánchez vildi ekki fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Hann þarf að líkindum að reiða sig á stuðning þeirra eftir kosningar. Á hægri vængnum gæti Lýðflokkurinn fengið um fimmtung atkvæða, Borgararnir um 14% og Vox um 11%. Reuters-fréttastofan segir að vísbendingar séu hins vegar um fylgisaukningu Vox síðustu dagana fyrir kjördag. Þannig bendi tölur úr leitarvél Google til þess að áhugi á Vox hafi aukist verulega. Um þrefalt fleiri netverjar leiti að flokknum en nokkrum öðrum flokki. Þetta verður í fyrsta skipti sem hægriöfgaflokkur vinnur fleiri en eitt þingsæti á Spáni eftir að lýðræði var komið aftur á þar árið 1974. Þegar flokkurinn vann óvæntan sigur í héraðskosningum í Andalúsíu í desember fékk Vox mun hærra hlutfall atkvæða en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir.Graphic NewsÁ móti innflytjendum og femínisma Vox er sagður sverja sig í ætt við sambærilega popúlíska hægriflokka sem hafa náð framgangi í Evrópu undanfarin ár, þar á meðal Ítalíu, Frakklandi og Ítalíu. Flokkurinn vill afnema bann við táknum frá tímum einræðisherrans Francesco Franco, kynbundnu ofbeldi og færa völd frá sjálfsstjórnarhéruðum til alríkisstjórnarinnar í Madríd. Leiðtogar Vox tala á andfemínískum nótum og flokkurinn er andsnúinn innflytjendum. Þannig talaði Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, um „femínasista“ og sakaði aðra flokka um að veita útlendingum félagslega aðstoð frekar en innfæddum Spánverjum á kosningafundi í Las Rozas. Þá hefur Vox tekið upp popúlisma í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að gagnrýna fjölmiðla linnulítið og ala á sundrungu ólíkra þjóðfélagshópa. Flokkurinn hefur staðið fyrir fjöldasamkomum undanfarna daga og er talið mögulegt að hann gæti stolið atkvæðum frá óánægðum kjósendum Lýðflokksins, ekki síst í dreifðari byggðum Spánar. Ólíkt öðrum popúlískum flokkum í Evrópu beinir Vox spjótum sínum ekki sérstaklega að Evrópusambandinu. Ver hann kröftum sínum frekar í að leggjast gegn sjálfstæðishugmyndum Katalóna og Baska. Leiðtogar flokkanna í sjónvarpskappræðum sem Vox fékk ekki að taka þátt í þar sem flokkurinn er án þingmanns. Frá vinstri: Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, og Albert Rivera, leiðtogi Borgaranna.Vísir/EPAMiklar líkur á þrátefli Sánchez forsætisráðherra varaði við því í dag að hægrið og öfgahægrið gætu myndað bandalag eftir kosningar vinni Vox á. „Enginn gerði ráð fyrir að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og honum tókst það. Enginn hélt að Bolsonaro gæti orðið forseti Brasilíu. Enginn hélt að í Andalúsíu myndi hægrið og öfgahægrið ríkja saman og þau eru að því,“ sagði Sánchez í viðtali við dagblaðið El País. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, hefur nú opnað á einmitt þann möguleika. Ljóst sé að bæði Vox og Borgararnir ættu eftir að vinna einhverja tugi þingsæta. „Hvers vegna ættum við þess vegna að troða hver öðrum um tær þegar það sem við þurfum að gera er að sameina krafta okkar?“ sagði hann í útvarpsviðtali. Takist Vox ekki að stela atkvæðum frá vinstri vængnum eða virkja kjósendur sem hafa ekki nýtt atkvæðisrétt sinn í fyrri kosningunum er talið líklegast að hvorki hægri né vinstri blokkin í spænskum stjórnmálum nái að mynda meirihluta. Því þurfi stóru flokkarnir að reiða sig á stuðning smárra flokka sem aðhyllast sjálfstæði Katalóníu sem er eitt umdeildasta mál spænskra stjórnmála um þessa mundir. Því eru líkurnar á erfiðri stjórnarmyndun og þrátefli eftir kosningar taldar miklar. Heimildir:ReutersViðtal El País við Pedro SánchezUmfjöllun El País um Pablo CasadoPolitico
Spánn Tengdar fréttir Öfgaflokkur ekki með í kappræðum Öfgaíhaldsflokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræðunum fyrir spænsku þingkosningarnar sem fara fram þann 28. apríl. 18. apríl 2019 09:00 Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Öfgaflokkur ekki með í kappræðum Öfgaíhaldsflokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræðunum fyrir spænsku þingkosningarnar sem fara fram þann 28. apríl. 18. apríl 2019 09:00
Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11
Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57