Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KR 1-1 | Tvær vítaspyrnur og rautt spjald í jafntefli Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 23:00 Úr leik kvöldsins. vísir/daníel Stjarnan og KR skildu jöfn 1-1 á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var sá síðasti í 1.umferð Pepsi Max deild karla. Stjörnumenn byrjuðu betur og þjörmuðu vel að KR-ingum í upphafi leiks. Meðal annars björguðu KR-ingar á línu á 4.mínútu eftir glæfralegt úthlaup hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Aðeins 2 mínútum seinna átti Hilmar Árni Halldórsson skot í stöngina og Garðbæingar óheppnir að ná ekki forystunni snemma leiks. Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta en Stjörnumenn voru þó meira með boltann og að stjórna leiknum. Heimamenn urðu fyrir áfalli á 28.mínútu þegar Baldur Sigurðsson fyrirliði liðsins fékk höfuðhögg og þurfti að yfirgefa völlinn. Inn fyrir hann kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Það var svo lítið sem gerðist það sem eftir er fyrri hálfleiks þangað til Stjörnumenn fengu vítaspyrnu! Þá kom fyrirgjöf frá hægri þar sem Stjörnumenn eiga skot á markið sem Beitir nær ekki að halda, Guðmundur Steinn náði að fylgja eftir og þegar boltinn stefndi í markið varði Aron Bjarki Jósepsson boltann með hendinni! Víti og rautt spjald. Hilmar Árni skoraði og heimamenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn. KR-ingar voru grimmir í upphafi síðari hálfleiks og upp úr engu fengu þeir vítaspyrnu eftir 49 mínútur! Það sást ekki vel hvað gerðist en Ívar Orri dæmdi brot á Jóhann Laxdal en Pálmi Rafn fór niður í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn og jafnaði leikinn, 1-1. Eftir þetta réðu Stjörnumenn lögum og lofum á vellinum en áttu í vandræðum með að skapa sér færi allt þangað til á 68.mínútu þegar Guðjón Baldvinsson átti hreint magnaða bakfallsspyrnu sem stefndi í vinkilinn en Beitir náði á einhvern ótrúlegan hátt að koma í veg fyrir. Stjörnumenn pressuðu og pressuðu út leikinn en KR vörnin og Beitir stóðu vel og komu í veg fyrir annað Stjörnumark. Niðurstaðan 1-1 og KR-ingar líklega vel sáttir með stigið en heimamenn væntanlega svekktir. Alex Þór og Pálmi Rafn eigast við í kvöld.vísir/daníelAf hverju fór jafntefli? KR liðið var gífurlega þétt í síðari hálfleik og lokuðu vel fyrir Stjörnumenn. Þeir voru einum færri í heilan hálfleik og fengu síðan víti sem þeir kláruðu vel. Þetta var stig unnið fyrir KR í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Beitir Ólafsson í marki KR var mjög öruggur í sínum aðgerðum í síðari hálfleik eftir brösugan fyrri hálfleik. Hann varði frábærlega frá Gaua Baldvins. Hjá heimamönnum var Hilmar Árni Halldórsson allt í öllu en það vantaði meira frá sóknarmönnum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? KR-ingar byrjuðu leikinn ekki nógu vel og voru heppnir að staðan var aðeins 1-0 í hálfleik! Heimamenn voru alls ekki nógu grimmir sóknarlega og það vantaði að skjóta meira á Beiti í markinu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum í næstu viku. Stjörnumenn fara til Eyja og leika við ÍBV á meðan KR tekur á móti Dalvík/Reyni. Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld.vísir/daníelRúnar Páll: Algjör þvæla Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hvernig færaskiptingin var í þessum leik. Við erum með algjöra yfirburði í þessum leik, í bæði fyrri og seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk.” „Við fáum á okkur ódýrt mark þar að segja aðdragandinn að því, en það er bara svoleiðis. KR fékk ekki mörg færi í þessum leik og þetta er svekkjandi.” Rúnar sagðist ekki vera viss með vítið sem Stjarnan fékk á sig en hann var ósáttur með aukaspyrnuna sem þeir fengu á sig sem vítið kom síðan upp úr. „Mér skilst að þetta hafi verið brot hjá Jóa (Jóhann Laxdal) en aðdragandinn að vítinu þar sem Brynjar Gauti fær dæmda á sig aukaspyrnu er algjör þvæla og það skóp þetta mark.” Hann sagði að það hefði verið gífurlega erfitt að sækja á KR liðið í seinni hálfleiknum en þeir voru mjög þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. „Það er bara mjög erfitt að spila gegn svona þéttri vörn. Við reyndum hvað við gátum, fyrirgjafir og langa bolta í gegn en þeir voru bara hrikalega þéttir og Beitir gerði vel fyrir þá. Því miður vantaði herslumuninn í kvöld.” Rúnar sagði að lokum að þetta væri gífurlega svekkjandi miðað við stöðuna í hálfleik þrátt fyrir að þetta sé einungis fyrsta umferð í deildinni. „Já þetta er gífurlega svekkjandi sérstaklega miðað við það hvað aðdragandinn var ódýr fyrir KR-ingana. KR fékk ekkert annað í þessum leik fyrir utan þetta víti. Fá gefins aukaspyrnu sem skapar vítið sem er rosalega dýrt fyrir okkur,” sagði Rúnar Páll að lokum.Rúnar Kristinsson segir að leikurinn hafi einkennst af mikilli baráttu.vísir/daníelRúnar: Sá þetta ekki og vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan og KR skildu jöfn 1-1 á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var sá síðasti í 1.umferð Pepsi Max deild karla. Stjörnumenn byrjuðu betur og þjörmuðu vel að KR-ingum í upphafi leiks. Meðal annars björguðu KR-ingar á línu á 4.mínútu eftir glæfralegt úthlaup hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Aðeins 2 mínútum seinna átti Hilmar Árni Halldórsson skot í stöngina og Garðbæingar óheppnir að ná ekki forystunni snemma leiks. Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta en Stjörnumenn voru þó meira með boltann og að stjórna leiknum. Heimamenn urðu fyrir áfalli á 28.mínútu þegar Baldur Sigurðsson fyrirliði liðsins fékk höfuðhögg og þurfti að yfirgefa völlinn. Inn fyrir hann kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Það var svo lítið sem gerðist það sem eftir er fyrri hálfleiks þangað til Stjörnumenn fengu vítaspyrnu! Þá kom fyrirgjöf frá hægri þar sem Stjörnumenn eiga skot á markið sem Beitir nær ekki að halda, Guðmundur Steinn náði að fylgja eftir og þegar boltinn stefndi í markið varði Aron Bjarki Jósepsson boltann með hendinni! Víti og rautt spjald. Hilmar Árni skoraði og heimamenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn. KR-ingar voru grimmir í upphafi síðari hálfleiks og upp úr engu fengu þeir vítaspyrnu eftir 49 mínútur! Það sást ekki vel hvað gerðist en Ívar Orri dæmdi brot á Jóhann Laxdal en Pálmi Rafn fór niður í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn og jafnaði leikinn, 1-1. Eftir þetta réðu Stjörnumenn lögum og lofum á vellinum en áttu í vandræðum með að skapa sér færi allt þangað til á 68.mínútu þegar Guðjón Baldvinsson átti hreint magnaða bakfallsspyrnu sem stefndi í vinkilinn en Beitir náði á einhvern ótrúlegan hátt að koma í veg fyrir. Stjörnumenn pressuðu og pressuðu út leikinn en KR vörnin og Beitir stóðu vel og komu í veg fyrir annað Stjörnumark. Niðurstaðan 1-1 og KR-ingar líklega vel sáttir með stigið en heimamenn væntanlega svekktir. Alex Þór og Pálmi Rafn eigast við í kvöld.vísir/daníelAf hverju fór jafntefli? KR liðið var gífurlega þétt í síðari hálfleik og lokuðu vel fyrir Stjörnumenn. Þeir voru einum færri í heilan hálfleik og fengu síðan víti sem þeir kláruðu vel. Þetta var stig unnið fyrir KR í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Beitir Ólafsson í marki KR var mjög öruggur í sínum aðgerðum í síðari hálfleik eftir brösugan fyrri hálfleik. Hann varði frábærlega frá Gaua Baldvins. Hjá heimamönnum var Hilmar Árni Halldórsson allt í öllu en það vantaði meira frá sóknarmönnum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? KR-ingar byrjuðu leikinn ekki nógu vel og voru heppnir að staðan var aðeins 1-0 í hálfleik! Heimamenn voru alls ekki nógu grimmir sóknarlega og það vantaði að skjóta meira á Beiti í markinu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum í næstu viku. Stjörnumenn fara til Eyja og leika við ÍBV á meðan KR tekur á móti Dalvík/Reyni. Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld.vísir/daníelRúnar Páll: Algjör þvæla Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hvernig færaskiptingin var í þessum leik. Við erum með algjöra yfirburði í þessum leik, í bæði fyrri og seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk.” „Við fáum á okkur ódýrt mark þar að segja aðdragandinn að því, en það er bara svoleiðis. KR fékk ekki mörg færi í þessum leik og þetta er svekkjandi.” Rúnar sagðist ekki vera viss með vítið sem Stjarnan fékk á sig en hann var ósáttur með aukaspyrnuna sem þeir fengu á sig sem vítið kom síðan upp úr. „Mér skilst að þetta hafi verið brot hjá Jóa (Jóhann Laxdal) en aðdragandinn að vítinu þar sem Brynjar Gauti fær dæmda á sig aukaspyrnu er algjör þvæla og það skóp þetta mark.” Hann sagði að það hefði verið gífurlega erfitt að sækja á KR liðið í seinni hálfleiknum en þeir voru mjög þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. „Það er bara mjög erfitt að spila gegn svona þéttri vörn. Við reyndum hvað við gátum, fyrirgjafir og langa bolta í gegn en þeir voru bara hrikalega þéttir og Beitir gerði vel fyrir þá. Því miður vantaði herslumuninn í kvöld.” Rúnar sagði að lokum að þetta væri gífurlega svekkjandi miðað við stöðuna í hálfleik þrátt fyrir að þetta sé einungis fyrsta umferð í deildinni. „Já þetta er gífurlega svekkjandi sérstaklega miðað við það hvað aðdragandinn var ódýr fyrir KR-ingana. KR fékk ekkert annað í þessum leik fyrir utan þetta víti. Fá gefins aukaspyrnu sem skapar vítið sem er rosalega dýrt fyrir okkur,” sagði Rúnar Páll að lokum.Rúnar Kristinsson segir að leikurinn hafi einkennst af mikilli baráttu.vísir/daníelRúnar: Sá þetta ekki og vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti