Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:47 Sigvaldi Kaldalóns var fararstjóri í ferðinni og var feðgunum innan handar eftir atvikið. Vísir Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali. Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali.
Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira