Fimm ára drengur varð vitni að morðum á móður sinni og bróður Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 17:59 Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Fjöllin þar sem drengurinn fannst sjást í bakgrunni. Getty/Laszlo Szirtesi Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira