Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00