Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2019 08:45 Rússlandsforseti sagðist ekki ætla sér að klekkja á Selenskíj. Nordicphotos/AFP Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10
„Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11
Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31