Gefast upp vegna álags Ari Brynjólfsson skrifar 25. apríl 2019 02:00 Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlæknis frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. Vísir/Vilhelm Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira