Atli Heimir Sveinsson Þorvaldur Gylfason skrifar 25. apríl 2019 10:00 Reykjavík – Það var um 1960 að ungur tónsmíðanemi í Köln fékk símskeyti frá Íslandi þar sem hann var beðinn að fara á járnbrautarstöðina í Hamborg til að taka á móti mikilvægum gesti frá Berlín og fylgja honum á Hotel Vier Jahreszeiten, fínasta hótel Hamborgar þá sem nú. Og þá sem nú var jafnlangt frá Köln til Hamborgar eins og frá Akureyri til Reykjavíkur. Gesturinn var Jón Leifs tónskáld. Neminn var Atli Heimir Sveinsson. Atli kom á stöðina á tilskildum tíma, lestin kom frá Berlín, en Jón Leifs var hvergi að sjá. Atli beið næstu lestar frá Berlín og ekki birtist Jón. Enn beið Atli unz hann sá að eitthvað hlaut að hafa farið úrskeiðis svo hann fór á hótelið. Þar var Jón. Hann hafði tekið sér leigubíl frá Berlín, tæplega 300 km leið. Atli Heimir leit upp til Jóns Leifs. Ef við tökum upp nýjan þjóðsöng, sagði Atli, þá á hann að vera lag Jóns Leifs við „Rís þú, unga Íslands merki“ eftir Einar Benediktsson. Tónverk Jóns Leifs náðu ekki mikilli hylli meðan Jón lifði, hún kom síðar. Jón vissi sem var að tónlist hans þyrfti tíma og lét það ekki á sig fá. Eftir hans dag voru verk hans flutt æ oftar og víðar og seljast nú á diskum eins og heitar lummur heima og erlendis. Kvæði skáldanna Atli Heimir naut þess umfram Jón Leifs að lögin hans mörg sungu sig inn í hjarta þjóðarinnar, lög sem næstum allir kunna. Það kom sér vel á leikhúsferðalagi Íslendinga um Þýzkaland fyrir mörgum árum þegar listafólkið fremst í rútunni tók eftir því að Atli sat einn aftarlega í bílnum hnugginn að sjá. Eitthvað virtist angra hann. Einn farþeginn bað þá litla stúlku að fara til Atla og syngja fyrir hann. Barnið fór aftur í og söng fyrir hann „Kvæðið um fuglana“ (Snert hörpu mína, himinborna dís), lag Atla við kvæði Davíðs Stefánssonar, öll erindin. Atli tók gleði sína. Atli var jafnan glaður og reifur, afburðaskemmtilegur félagi, frjálslyndur, fróður og víðsýnn og sjór af sögum. Sönglög Atla Heimis eru fágætur fjársjóður og fjölbreyttur. Lögin hans 27 við kvæði Jónasar Hallgrímssonar hafa verið hljóðrituð tvisvar, 1997 og 2007, og eru einnig til á prenti. Atli sagðist vilja „hafa lögin alþýðleg, einföld og rómantísk; einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns.“ Atli tónsetti kvæði mikils fjölda innlendra og erlendra skálda, þ.m.t. Einar Benediktsson og Pablo Neruda sem ekki mörg önnur tónskáld hafa glímt við. Atli skildi að kvæði skáldanna geta lifað lengur séu þau sungin. Tónskáld í stóru broti Stundum er sagt um Edvard Grieg, helzta tónskáld Norðmanna, að hann geti varla talizt hafa verið stórbrotið tónskáld. Það þykir mér undarleg skoðun á tónskáldi sem samdi einn fínasta píanókonsert heimsins við hlið smærri píanóverka og sönglaga sem eru mest fyrirferðar á verkaskrá Griegs. Atli Heimir Sveinsson var jafnvígur á stórvirki og smærri verk. Hann var stórbrotið tónskáld, einn með öllu. Auk sönglaga hans, þ.m.t. kórverk og leikhústónlist, liggja eftir hann sex sinfóníur, fimm óperur, fjölmargir konsertar og verk fyrir smærri hljóðfærahópa ýmist í framsæknum eða gömlum stíl eftir atvikum. Verk hans eru til á 45 diskum. Atli gerði sér stundum leik að því að bregða sér í líki annarra tónskálda. Hvernig skyldi Wagner hafa haft þetta lag eftir Kaldalóns? gat Atli átt til að spyrja, settist við hljóðfærið og leyfði vinum sínum að heyra. Allir skellihlógu. Langhlaup út yfir líf og gröf Sum stórvirkja Atla Heimis hafa náð útbreiðslu um heiminn, önnur bíða, einkum sinfóníurnar sex. Þær þyrfti að flytja á ný og gefa út. Heildarútgáfa þeirra myndi auka hróður Íslands. Atli sendi mér fyrir mörgum árum einkahljóðritun af flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á 2. sinfóníu hans, frábært verk sem tekur heila klukkustund í flutningi. Nokkru síðar kom gamall kennari minn og kollegi frá Princeton-háskóla í heimsókn til Reykjavíkur, sérfróður um evrópska nútímatónlist. Hann þekkti verk Jóns Leifs og bað mig að benda sér á yngri tónskáld íslenzk. Ég fékk leyfi Atla til að senda manninum hljóðritið af 2. sinfóníunni. Nokkrum vikum síðar fékk ég svohljóðandi skeyti frá Princeton: Sveinsson er betri en Leifs. Ég framsendi skeytið til Atla. Hann fór hjá sér eins og feiminn unglingur. Hann hampaði ekki sjálfum sér. Honum var ekki sýnt um að koma verkum sínum á framfæri. Atli vissi eins og Jón Leifs á undan honum að framsæknar tónsmíðar eru langhlaup út yfir líf og gröf. Nú er rödd hans þögnuð, en tónlist Atla Heimis Sveinssonar mun lifa lengi á Íslandi og úti um heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Reykjavík – Það var um 1960 að ungur tónsmíðanemi í Köln fékk símskeyti frá Íslandi þar sem hann var beðinn að fara á járnbrautarstöðina í Hamborg til að taka á móti mikilvægum gesti frá Berlín og fylgja honum á Hotel Vier Jahreszeiten, fínasta hótel Hamborgar þá sem nú. Og þá sem nú var jafnlangt frá Köln til Hamborgar eins og frá Akureyri til Reykjavíkur. Gesturinn var Jón Leifs tónskáld. Neminn var Atli Heimir Sveinsson. Atli kom á stöðina á tilskildum tíma, lestin kom frá Berlín, en Jón Leifs var hvergi að sjá. Atli beið næstu lestar frá Berlín og ekki birtist Jón. Enn beið Atli unz hann sá að eitthvað hlaut að hafa farið úrskeiðis svo hann fór á hótelið. Þar var Jón. Hann hafði tekið sér leigubíl frá Berlín, tæplega 300 km leið. Atli Heimir leit upp til Jóns Leifs. Ef við tökum upp nýjan þjóðsöng, sagði Atli, þá á hann að vera lag Jóns Leifs við „Rís þú, unga Íslands merki“ eftir Einar Benediktsson. Tónverk Jóns Leifs náðu ekki mikilli hylli meðan Jón lifði, hún kom síðar. Jón vissi sem var að tónlist hans þyrfti tíma og lét það ekki á sig fá. Eftir hans dag voru verk hans flutt æ oftar og víðar og seljast nú á diskum eins og heitar lummur heima og erlendis. Kvæði skáldanna Atli Heimir naut þess umfram Jón Leifs að lögin hans mörg sungu sig inn í hjarta þjóðarinnar, lög sem næstum allir kunna. Það kom sér vel á leikhúsferðalagi Íslendinga um Þýzkaland fyrir mörgum árum þegar listafólkið fremst í rútunni tók eftir því að Atli sat einn aftarlega í bílnum hnugginn að sjá. Eitthvað virtist angra hann. Einn farþeginn bað þá litla stúlku að fara til Atla og syngja fyrir hann. Barnið fór aftur í og söng fyrir hann „Kvæðið um fuglana“ (Snert hörpu mína, himinborna dís), lag Atla við kvæði Davíðs Stefánssonar, öll erindin. Atli tók gleði sína. Atli var jafnan glaður og reifur, afburðaskemmtilegur félagi, frjálslyndur, fróður og víðsýnn og sjór af sögum. Sönglög Atla Heimis eru fágætur fjársjóður og fjölbreyttur. Lögin hans 27 við kvæði Jónasar Hallgrímssonar hafa verið hljóðrituð tvisvar, 1997 og 2007, og eru einnig til á prenti. Atli sagðist vilja „hafa lögin alþýðleg, einföld og rómantísk; einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns.“ Atli tónsetti kvæði mikils fjölda innlendra og erlendra skálda, þ.m.t. Einar Benediktsson og Pablo Neruda sem ekki mörg önnur tónskáld hafa glímt við. Atli skildi að kvæði skáldanna geta lifað lengur séu þau sungin. Tónskáld í stóru broti Stundum er sagt um Edvard Grieg, helzta tónskáld Norðmanna, að hann geti varla talizt hafa verið stórbrotið tónskáld. Það þykir mér undarleg skoðun á tónskáldi sem samdi einn fínasta píanókonsert heimsins við hlið smærri píanóverka og sönglaga sem eru mest fyrirferðar á verkaskrá Griegs. Atli Heimir Sveinsson var jafnvígur á stórvirki og smærri verk. Hann var stórbrotið tónskáld, einn með öllu. Auk sönglaga hans, þ.m.t. kórverk og leikhústónlist, liggja eftir hann sex sinfóníur, fimm óperur, fjölmargir konsertar og verk fyrir smærri hljóðfærahópa ýmist í framsæknum eða gömlum stíl eftir atvikum. Verk hans eru til á 45 diskum. Atli gerði sér stundum leik að því að bregða sér í líki annarra tónskálda. Hvernig skyldi Wagner hafa haft þetta lag eftir Kaldalóns? gat Atli átt til að spyrja, settist við hljóðfærið og leyfði vinum sínum að heyra. Allir skellihlógu. Langhlaup út yfir líf og gröf Sum stórvirkja Atla Heimis hafa náð útbreiðslu um heiminn, önnur bíða, einkum sinfóníurnar sex. Þær þyrfti að flytja á ný og gefa út. Heildarútgáfa þeirra myndi auka hróður Íslands. Atli sendi mér fyrir mörgum árum einkahljóðritun af flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á 2. sinfóníu hans, frábært verk sem tekur heila klukkustund í flutningi. Nokkru síðar kom gamall kennari minn og kollegi frá Princeton-háskóla í heimsókn til Reykjavíkur, sérfróður um evrópska nútímatónlist. Hann þekkti verk Jóns Leifs og bað mig að benda sér á yngri tónskáld íslenzk. Ég fékk leyfi Atla til að senda manninum hljóðritið af 2. sinfóníunni. Nokkrum vikum síðar fékk ég svohljóðandi skeyti frá Princeton: Sveinsson er betri en Leifs. Ég framsendi skeytið til Atla. Hann fór hjá sér eins og feiminn unglingur. Hann hampaði ekki sjálfum sér. Honum var ekki sýnt um að koma verkum sínum á framfæri. Atli vissi eins og Jón Leifs á undan honum að framsæknar tónsmíðar eru langhlaup út yfir líf og gröf. Nú er rödd hans þögnuð, en tónlist Atla Heimis Sveinssonar mun lifa lengi á Íslandi og úti um heim.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun