Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 22:18 Erfiðir tímar fyrir Boeing. Getty/Cameron Spencer Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Þetta kom fram í kynningu Muilenberger hann kynnti ársfjórðungskýrslu Boeing fyrir fjárfestum. Viðurkenndi hann að skynjarar flugvélanna tveggja sem hröpuðu hefðu gefið stýrikerfi flugvélanna vitlausar upplýsingar. Virðist það hafa virkjað kerfi sem Boeing hannaði til að koma í veg fyrir ofris, en kerfið er útskýrt í myndbandi hér fyrir neðan.„Það eru engin tæknileg mistök hérna,“ sagði Muilenberg. „Við þekkjum flugvélarnar okkar. Við vitum hvernig við hönnuðum þær, hvernig við fengum vottunina og við höfum fulla trú á vörunni,“ sagði Muilenberg og átti við flugvélarnar. Bætti hann við að „aðgerðir sem ekki voru framkvæmdar“ hafi átt þátt í slysunum tveimur og virtist hann með því ýja að því að flugmenn vélanna hefðu átt að geta slökkt á kerfinu sem talið er hafa spilað stóran þátt í slysunum tveimur. Flugslysin tvö og flugbann vélanna hefur haft talsverð áhrif á fjárhag og rekstur Boeing. Haldbært fé félagsins minnkaði um nærri milljarð dollara, um 120 milljarða króna, frá því að vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars. Þrátt fyrir það skilaði Boeing 2,15 milljarða dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins, 13 prósenta lægri hagnaði en á sama tíma á síðasta ári. Talið er þó að áhrif flugbanns MAX-vélanna muni fyrst fara að mikil áhrif á núverandi ársfjórðungi en flugbannið var ekki sett á fyrr en í blálok síðasta ársfjórðungs. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Þetta kom fram í kynningu Muilenberger hann kynnti ársfjórðungskýrslu Boeing fyrir fjárfestum. Viðurkenndi hann að skynjarar flugvélanna tveggja sem hröpuðu hefðu gefið stýrikerfi flugvélanna vitlausar upplýsingar. Virðist það hafa virkjað kerfi sem Boeing hannaði til að koma í veg fyrir ofris, en kerfið er útskýrt í myndbandi hér fyrir neðan.„Það eru engin tæknileg mistök hérna,“ sagði Muilenberg. „Við þekkjum flugvélarnar okkar. Við vitum hvernig við hönnuðum þær, hvernig við fengum vottunina og við höfum fulla trú á vörunni,“ sagði Muilenberg og átti við flugvélarnar. Bætti hann við að „aðgerðir sem ekki voru framkvæmdar“ hafi átt þátt í slysunum tveimur og virtist hann með því ýja að því að flugmenn vélanna hefðu átt að geta slökkt á kerfinu sem talið er hafa spilað stóran þátt í slysunum tveimur. Flugslysin tvö og flugbann vélanna hefur haft talsverð áhrif á fjárhag og rekstur Boeing. Haldbært fé félagsins minnkaði um nærri milljarð dollara, um 120 milljarða króna, frá því að vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars. Þrátt fyrir það skilaði Boeing 2,15 milljarða dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins, 13 prósenta lægri hagnaði en á sama tíma á síðasta ári. Talið er þó að áhrif flugbanns MAX-vélanna muni fyrst fara að mikil áhrif á núverandi ársfjórðungi en flugbannið var ekki sett á fyrr en í blálok síðasta ársfjórðungs.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8 Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann. 14. apríl 2019 21:37
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30
Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30