Jóhannes Karl: Ætlum að berjast í efri hlutanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 16:30 Jóhannes Karl er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. vísir/anton Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00