OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. Fréttablaðið/Eyþór Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira