Óvænta stjarna ÍBV: „Kom mjög á óvart þegar Erlingur hringdi í mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2019 12:30 Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30