Bjarni: Gat ekki verið sárara og tæpara Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 22. apríl 2019 21:59 Bjarni er þjálfari ÍR. vísir/bára „Þetta er hrikalegt,“ voru fyrstu orð Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, eftir að ÍR datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „Þetta er svo hrikalega sárt. Ég var með leikhlésspjaldið tilbúið, en við vorum að keyra á þetta og vorum að ná að jafna svo ég beið með það.“ „Svo fengum við þetta skot yfir allan völlinn í stöngina, þetta gat ekki verið sárara og tæpara,“ sagði Bjarni um loka mínútuna og bætir því við að þetta sé enn meira svekkjandi í ljósi þess að hafa klúðrað loka skotinu í fyrri leiknum líka. ÍR hafði tökin á leiknum lengst af og voru Selfyssingum mjög erfiðir. Bjarni segir að þeir geti sjálfum sér um kennt og köstuðu þeir þessum leik frá sér á grátlegan hátt. „Við vorum á kafla í leiknum óskynsamir og gerðum okkur seka um hrikalega feila. Þeir slóu okkur aðeins út af laginu þegar þeir mættu okkur framarlega í fyrri hálfleik. En svo í seinni hálfleik vorum við með þetta en köstuðum þessu frá okkur.“ „Við vorum að spila á móti frábæru liði, mér fannst við alls ekki lakari í þessu einvígi og ég er djöfulli svekktur að þetta hafi farið 2-0 og að við höfum ekki fengið þennan úrslitaleik á miðvikudaginn.“ ÍR er komið í sumarfrí og nýverið skrifaði Bjarni undir nýjan samning og er það staðfest að hann verði áfram með liðið á næsta tímabili. Hann segir það ekki beint vonbrigði hvernig tímabilið spilaðist hjá þeim en að það sé vissulega vonbrigði hvernig þeir detta út í dag. „Alls ekki vonbrigði, ég er sár núna og það eru auðvitað vonbrigði að detta út 2-0 í einvígi þar sem við gátum farið í úrslitaleik og jafnvel klárað. Enn deildin í heild sinni spilaðist bara á pari hjá okkur.“ „Þetta er bara ógeðslega svekkjandi“ sagði Bjarni að lokum, skiljanlega mjög svekktur eftir leik Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - Selfoss 28-29 │ Lygilegar lokasekúndur í Breiðholtinu Selfoss er komið í undanúrslitin. 22. apríl 2019 22:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
„Þetta er hrikalegt,“ voru fyrstu orð Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, eftir að ÍR datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „Þetta er svo hrikalega sárt. Ég var með leikhlésspjaldið tilbúið, en við vorum að keyra á þetta og vorum að ná að jafna svo ég beið með það.“ „Svo fengum við þetta skot yfir allan völlinn í stöngina, þetta gat ekki verið sárara og tæpara,“ sagði Bjarni um loka mínútuna og bætir því við að þetta sé enn meira svekkjandi í ljósi þess að hafa klúðrað loka skotinu í fyrri leiknum líka. ÍR hafði tökin á leiknum lengst af og voru Selfyssingum mjög erfiðir. Bjarni segir að þeir geti sjálfum sér um kennt og köstuðu þeir þessum leik frá sér á grátlegan hátt. „Við vorum á kafla í leiknum óskynsamir og gerðum okkur seka um hrikalega feila. Þeir slóu okkur aðeins út af laginu þegar þeir mættu okkur framarlega í fyrri hálfleik. En svo í seinni hálfleik vorum við með þetta en köstuðum þessu frá okkur.“ „Við vorum að spila á móti frábæru liði, mér fannst við alls ekki lakari í þessu einvígi og ég er djöfulli svekktur að þetta hafi farið 2-0 og að við höfum ekki fengið þennan úrslitaleik á miðvikudaginn.“ ÍR er komið í sumarfrí og nýverið skrifaði Bjarni undir nýjan samning og er það staðfest að hann verði áfram með liðið á næsta tímabili. Hann segir það ekki beint vonbrigði hvernig tímabilið spilaðist hjá þeim en að það sé vissulega vonbrigði hvernig þeir detta út í dag. „Alls ekki vonbrigði, ég er sár núna og það eru auðvitað vonbrigði að detta út 2-0 í einvígi þar sem við gátum farið í úrslitaleik og jafnvel klárað. Enn deildin í heild sinni spilaðist bara á pari hjá okkur.“ „Þetta er bara ógeðslega svekkjandi“ sagði Bjarni að lokum, skiljanlega mjög svekktur eftir leik
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - Selfoss 28-29 │ Lygilegar lokasekúndur í Breiðholtinu Selfoss er komið í undanúrslitin. 22. apríl 2019 22:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - Selfoss 28-29 │ Lygilegar lokasekúndur í Breiðholtinu Selfoss er komið í undanúrslitin. 22. apríl 2019 22:00