Handbolti

Bjarni: Gat ekki verið sárara og tæpara

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Bjarni er þjálfari ÍR.
Bjarni er þjálfari ÍR. vísir/bára
„Þetta er hrikalegt,“ voru fyrstu orð Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, eftir að ÍR datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla.

„Þetta er svo hrikalega sárt. Ég var með leikhlésspjaldið tilbúið, en við vorum að keyra á þetta og vorum að ná að jafna svo ég beið með það.“

„Svo fengum við þetta skot yfir allan völlinn í stöngina, þetta gat ekki verið sárara og tæpara,“ sagði Bjarni um loka mínútuna og bætir því við að þetta sé enn meira svekkjandi í ljósi þess að hafa klúðrað loka skotinu í fyrri leiknum líka.

ÍR hafði tökin á leiknum lengst af og voru Selfyssingum mjög erfiðir. Bjarni segir að þeir geti sjálfum sér um kennt og köstuðu þeir þessum leik frá sér á grátlegan hátt.

„Við vorum á kafla í leiknum óskynsamir og gerðum okkur seka um hrikalega feila. Þeir slóu okkur aðeins út af laginu þegar þeir mættu okkur framarlega í fyrri hálfleik. En svo í seinni hálfleik vorum við með þetta en köstuðum þessu frá okkur.“

„Við vorum að spila á móti frábæru liði, mér fannst við alls ekki lakari í þessu einvígi og ég er djöfulli svekktur að þetta hafi farið 2-0 og að við höfum ekki fengið þennan úrslitaleik á miðvikudaginn.“

ÍR er komið í sumarfrí og nýverið skrifaði Bjarni undir nýjan samning og er það staðfest að hann verði áfram með liðið á næsta tímabili. Hann segir það ekki beint vonbrigði hvernig tímabilið spilaðist hjá þeim en að það sé vissulega vonbrigði hvernig þeir detta út í dag.

„Alls ekki vonbrigði, ég er sár núna og það eru auðvitað vonbrigði að detta út 2-0 í einvígi þar sem við gátum farið í úrslitaleik og jafnvel klárað. Enn deildin í heild sinni spilaðist bara á pari hjá okkur.“

„Þetta er bara ógeðslega svekkjandi“ sagði Bjarni að lokum, skiljanlega mjög svekktur eftir leik


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×