Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 18:45 Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10