Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:13 Mexíkósk börn gægjast í gegnum múrinn yfir til Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04