Ekkert heyrst frá Eurovision vegna kröfu um brottvísun Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:28 Hatari samanstendur af Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Hannigan og Einari Stefánssyni. visir/vilhelm Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías. Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías.
Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44