Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 14:30 Ragnheiður Erla Björnsdóttir er huldukonan í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins. Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01