Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 07:53 Deutsche bank hefur verið helsti lánveitandi Bandaríkjaforseta. Hann vill nú að bankinn svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33