Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 19:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira