Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 19:45 Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum. Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“ Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira