Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 16:05 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.ALC og Isavia hafa að undanförnu tekist á fyrir dómstólum vegna kyrrsetningar á flugvél ALC sem WOW aur hafði á leigu. Isavia og WOW air gerðu með sér samkomulag um að ávallt yrði ein vél úr flota flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldum WOW air við Isavia sem safnast höfðu upp.ALC hefur haldið því fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna skulda WOW air. Í Viðskiptablaðinu í dag segir lögmaður ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, sem undirrituð var af forstjóra WOW air, hafi ákvæðið um að ávallt skyldi ein vél WOW air vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.Þetta afhjúpaði að hans mati ásetnig og afstöðu Isavia um að stjórnendur þar hafi gert sér grein fyrir að það myndi ekki þola dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja aðila fyrir skuldasöfnun WOW air. Segir ALC hafa haft tækifæri til að afla sér upplýsinga Í tilkynningu frá Isavia, sem undirrituð er af Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir að það hafi verið að beiðni WOW Air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.„Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.Er því einnig vísað á bug að ALC hafi ekki verið upplýst um stöðu mála vegna flugvélarinnar og bendir Isavia á að í leigusamningi ALC við WOW Air sé meðal annars að finna ákvæði þar sem kveðið er á um hvernig haga skuli málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.Þá segir einnig í tilkynningunni að Isavia standi ekki í vegi fyrir því að afhending vélarinnar fari fram gegn fullnægjandi tryggingu.„[S]vo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar. Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.“ Tekist á um málið fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna króna skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars en flugfélagið skuldaði Isavia um 2,5 milljarða króna.Isavia hefur neitað að afhenda ALC vélina vegna milljarðanna tveggja og kærði úrskurð héraðsdóms í síðustu viku til Landsréttar. Telur Isavia að dómafordæmi hafi ekki verið virt í úrskurðinum. Í úrskurðinum sagði að Isavia mætti ekki kyrrsetja þotuna vegna allra skulda WOW air heldur aðeins vegna þessarar tilteknu vélar.ALC hefur greitt hina 87 milljón króna skuld og farið fram á að flugvélin verði afhent og lagt fram aðfararbeiðni þess efnis. Isavia hefur mótmælt aðfararbeiðninni á þeim forsendum að málið sé til meðferðar hjá Landsrétti. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.ALC og Isavia hafa að undanförnu tekist á fyrir dómstólum vegna kyrrsetningar á flugvél ALC sem WOW aur hafði á leigu. Isavia og WOW air gerðu með sér samkomulag um að ávallt yrði ein vél úr flota flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldum WOW air við Isavia sem safnast höfðu upp.ALC hefur haldið því fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna skulda WOW air. Í Viðskiptablaðinu í dag segir lögmaður ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, sem undirrituð var af forstjóra WOW air, hafi ákvæðið um að ávallt skyldi ein vél WOW air vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.Þetta afhjúpaði að hans mati ásetnig og afstöðu Isavia um að stjórnendur þar hafi gert sér grein fyrir að það myndi ekki þola dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja aðila fyrir skuldasöfnun WOW air. Segir ALC hafa haft tækifæri til að afla sér upplýsinga Í tilkynningu frá Isavia, sem undirrituð er af Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir að það hafi verið að beiðni WOW Air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.„Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.Er því einnig vísað á bug að ALC hafi ekki verið upplýst um stöðu mála vegna flugvélarinnar og bendir Isavia á að í leigusamningi ALC við WOW Air sé meðal annars að finna ákvæði þar sem kveðið er á um hvernig haga skuli málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.Þá segir einnig í tilkynningunni að Isavia standi ekki í vegi fyrir því að afhending vélarinnar fari fram gegn fullnægjandi tryggingu.„[S]vo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar. Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.“ Tekist á um málið fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna króna skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars en flugfélagið skuldaði Isavia um 2,5 milljarða króna.Isavia hefur neitað að afhenda ALC vélina vegna milljarðanna tveggja og kærði úrskurð héraðsdóms í síðustu viku til Landsréttar. Telur Isavia að dómafordæmi hafi ekki verið virt í úrskurðinum. Í úrskurðinum sagði að Isavia mætti ekki kyrrsetja þotuna vegna allra skulda WOW air heldur aðeins vegna þessarar tilteknu vélar.ALC hefur greitt hina 87 milljón króna skuld og farið fram á að flugvélin verði afhent og lagt fram aðfararbeiðni þess efnis. Isavia hefur mótmælt aðfararbeiðninni á þeim forsendum að málið sé til meðferðar hjá Landsrétti.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57