Búið að gera ráð fyrir tveimur sigurskrúðgöngum í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2019 08:00 Það verður kannski fagnað í Liverpool næstu daga og vikur. vísir/getty Allt er klárt í Liverpool-borg fyrir sigurskrúðgöngur ef svo fer að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina eða báðar keppnir. Þetta má sjá á vefsíðunni Visit Liverpool. Liverpool komst í vikunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 4-0 sigri á Barcelona og sneri þannig einvíginu eftir að tapa 3-0 á útvelli. Þá getur Liverpool orðið enskur meistari um helgina en þarf að treysta á að Manchester City tapi stigum. Borgaryfirvöld í Liverpool ætla allavega að vera með allt klárt og er búið að gera ráð fyrir tveimur skrúðgöngum. Ef Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina verður farið á opinni rútu um borgina á mánudaginn kemur og fari svo að Liverpool fagni sigri í Meistaradeildinni verður skrúðganga sunnudaginn 2. júní. Báðar skrúðgöngurnar eiga að hefjast klukkan 16.00 að staðartíma og er reiknað með því að leikmenn liðsins verði á opinni rútu með bikarinn og keyri um götur og stræti borgarinnar. Fyrir þá sem að þekkja til eiga skrúðgöngurnar að hefjast við Allerton Maze en þaðan verður haldið norður á Queens Drive og endað verður við Blundell Street. Liverpool á tvo leiki eftir á tímabilinu og getur annað hvort klárað það tómhent eða með einn bikar eða tvo. England Enski boltinn Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Allt er klárt í Liverpool-borg fyrir sigurskrúðgöngur ef svo fer að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina eða báðar keppnir. Þetta má sjá á vefsíðunni Visit Liverpool. Liverpool komst í vikunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 4-0 sigri á Barcelona og sneri þannig einvíginu eftir að tapa 3-0 á útvelli. Þá getur Liverpool orðið enskur meistari um helgina en þarf að treysta á að Manchester City tapi stigum. Borgaryfirvöld í Liverpool ætla allavega að vera með allt klárt og er búið að gera ráð fyrir tveimur skrúðgöngum. Ef Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina verður farið á opinni rútu um borgina á mánudaginn kemur og fari svo að Liverpool fagni sigri í Meistaradeildinni verður skrúðganga sunnudaginn 2. júní. Báðar skrúðgöngurnar eiga að hefjast klukkan 16.00 að staðartíma og er reiknað með því að leikmenn liðsins verði á opinni rútu með bikarinn og keyri um götur og stræti borgarinnar. Fyrir þá sem að þekkja til eiga skrúðgöngurnar að hefjast við Allerton Maze en þaðan verður haldið norður á Queens Drive og endað verður við Blundell Street. Liverpool á tvo leiki eftir á tímabilinu og getur annað hvort klárað það tómhent eða með einn bikar eða tvo.
England Enski boltinn Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30
Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30