Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Pétur H Hannesson yfirmaður röntgendeild LSH Landspítali Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira