Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill efla einkarekna fjölmiðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
„Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira