Það mikilvægasta að áhættan bitni ekki á skattgreiðendum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 21:47 Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að næsta fjármálakrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta. Vísir/getty Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á að gera efnahagskerfið þrautseigara og betur í stakk búið til að takast á við áföll. Hann gerir ráð fyrir að næsta efnahagskrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta.King var gestur Boga Ágústssonar í Kastljósþætti kvöldsins. Hann ræddi ástandið í Bretlandi og fjallaði vítt og breitt um efnahagsástandið. Aðspurður hvort hann teldi stjórnvöld hafa lært sína lexíu og hvort efnahagshrunið frá árinu 2008 gæti endurtekið sig svarar King: „Ég held að eftirlitsaðilar um allan heim hafi lært eitthvað af þessu en ég óttast þó að það sem þeir hafa gert til þess að betrumbæta kerfið sé að tryggja að nákvæmlega það sem gerðist árið 2008 endurtaki sig ekki. Næsta krísa kemur auðvitað úr allt annarri átt. Við vitum ekki hvenær eða úr hvaða átt.“ King segir að það allra mikilvægasta sé að fjárhagsleg áhætta bitni ekki á skattgreiðendum. Þess vegna þurfi bankar að leggja verðbréf inn í Seðlabankann sem tryggingu ef og þegar bankarnir þurfi lán. Tryggja þurfi að bankarnir séu ekki of skuldsettir til að þeir sjálfir standist tap. „Ef eitthvað slæmt kemur fyrir bankana viljum við að hluthafarnir axli ábyrgðina, ekki skattgreiðendur“. Hann segir að hægt sé að ganga mun lengra í þessa átt en nú er gert til að tryggja öryggi skattgreiðenda. King sagði að Íslensk stjórnvöld ættu lof skilið fyrir hvernig þau brugðust við efnahagskreppunni haustið 2008. Stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir að þau þyrftu að horfast í augu við vandann. „Ísland á mikið lof skilið fyrir að þykjast ekki og segja ekki: „Hér eru nokkrir blórabögglar, þetta gerist ekki aftur.“ Þetta var kerfislægur vandi sem krafðist kerfisbreytinga.“ King segist vera ánægður með endurreisnarstarf íslenskra stjórnvalda eftir hrun. „Þau gripu til ráðstafana til að minnka bankana, afskrifuðu hluta skuldanna og sneru hagkerfinu á hvolf þannig að það yrði háðara útflutningi auk þess að breyta viðskiptahalla í afgang“. Efnahagsmál Hrunið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á að gera efnahagskerfið þrautseigara og betur í stakk búið til að takast á við áföll. Hann gerir ráð fyrir að næsta efnahagskrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta.King var gestur Boga Ágústssonar í Kastljósþætti kvöldsins. Hann ræddi ástandið í Bretlandi og fjallaði vítt og breitt um efnahagsástandið. Aðspurður hvort hann teldi stjórnvöld hafa lært sína lexíu og hvort efnahagshrunið frá árinu 2008 gæti endurtekið sig svarar King: „Ég held að eftirlitsaðilar um allan heim hafi lært eitthvað af þessu en ég óttast þó að það sem þeir hafa gert til þess að betrumbæta kerfið sé að tryggja að nákvæmlega það sem gerðist árið 2008 endurtaki sig ekki. Næsta krísa kemur auðvitað úr allt annarri átt. Við vitum ekki hvenær eða úr hvaða átt.“ King segir að það allra mikilvægasta sé að fjárhagsleg áhætta bitni ekki á skattgreiðendum. Þess vegna þurfi bankar að leggja verðbréf inn í Seðlabankann sem tryggingu ef og þegar bankarnir þurfi lán. Tryggja þurfi að bankarnir séu ekki of skuldsettir til að þeir sjálfir standist tap. „Ef eitthvað slæmt kemur fyrir bankana viljum við að hluthafarnir axli ábyrgðina, ekki skattgreiðendur“. Hann segir að hægt sé að ganga mun lengra í þessa átt en nú er gert til að tryggja öryggi skattgreiðenda. King sagði að Íslensk stjórnvöld ættu lof skilið fyrir hvernig þau brugðust við efnahagskreppunni haustið 2008. Stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir að þau þyrftu að horfast í augu við vandann. „Ísland á mikið lof skilið fyrir að þykjast ekki og segja ekki: „Hér eru nokkrir blórabögglar, þetta gerist ekki aftur.“ Þetta var kerfislægur vandi sem krafðist kerfisbreytinga.“ King segist vera ánægður með endurreisnarstarf íslenskra stjórnvalda eftir hrun. „Þau gripu til ráðstafana til að minnka bankana, afskrifuðu hluta skuldanna og sneru hagkerfinu á hvolf þannig að það yrði háðara útflutningi auk þess að breyta viðskiptahalla í afgang“.
Efnahagsmál Hrunið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira