Katrín á BBC: Gerðum málamiðlun um NATO Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 13:31 Katrín Jakobsdóttir í Hardtalk. BBC Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn. NATO Utanríkismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn.
NATO Utanríkismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira