Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 16:45 Lundinn er ein þeirra tegunda sem hefur átt undir högg að sækja við Ísland undanfarin ár. Hann er talinn í bráðri hættu við Ísland. Fréttablaðið/Heiða Lífheimurinn á jörðinni lifir líklega af þó að stór hluti hans deyi út af völdum manna en óvíst er að mannkynið standi það af sér, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenskar dýrategundir eins og selir og lundi eru á meðal þeirra sem berjast nú í bökkum, beint og óbeint vegna ágangs manna. Um fjórðungur dýra- og plöntutegunda í heiminum, um ein milljón tegunda, er í hættu á útrýmingu á næstu áratugum vegna ágangs manna samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa sem var kynnt á mánudag. Hnignun lífheimsins er rakin til vaxandi umsvifa mannkynsins sem hefur raskað vistkerfum um alla jörðina. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir í samtali við Vísi að þó að búið sé að draga saman gríðarlegt magn upplýsinga í skýrslu SÞ sé mest af efni hennar áður þekktar staðreyndir. „Þetta bendir allt í sömu átt og þetta er svolítið kjaftshögg að sjá þetta. Það er jafnvel hætta á að sjaldgæfar tegundir hverfi alveg úr lífheiminum og komi aldrei aftur,“ segir hann.Sjá einnig:Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Verri útrýmingar lífs hafa áður átt sér stað í sögu jarðarinnar en Guðmundur bendir á að breytingarnar nú séu afar hraðar miðað við síðustu tíu milljón ár. „Ég hugsa nú að lífheimurinn lifi þetta alveg af en ég hugsa að mannkynið eigi varla eftir að standast þetta ef þetta heldur svona áfram í óbreyttri mynd,“ segir hann.Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safna- og flokkunarfræðideildar og staðgengill forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands.Náttúrufræðistofnun ÍslandsLeika sér með eldinn Í skýrslu SÞ er rakin tölfræði um hvernig mannkynið hefur gjörbreytt jörðinni og látið nær enga hluta hennar eftir ósnortna. Mannkynið hafi tvöfaldast að fjölda frá árinu 1970, borgarland hafi tvöfaldast að flatarmáli frá 1992. Loftslagsbreytingar af völdum manna magni upp álag á vistkerfi vegna ofveiði, eiturefnanotkunar og eyðingu búsvæða lífvera. Guðmundur segir að yfirvofandi útdauði tegunda sé afleiðing af lífsháttum manna og fólksfjölgunar. Jafnvel þó að mönnum tækist að minnka kolefnisfótspor sitt væru þeir fljótt komnir í sömu stöðu af fólksfjölgunin heldur áfram. Mannkynið muni súpa seyðið af hnignun lífríkisins þar sem fæða sem jörðin mun standa undir í framtíðinni muni að líkindum ekki duga því. Í skýrslunni er meðal annars bent á að vegna eyðingu jarðvegs standi hann nú undir tæplega fjórðungi minni landbúnaðarframleiðslu en áður. „Það hefur augljóslega afleiðingar fyrir lífsafkomu mannkyns,“ segir Guðmundur. Álagið sem hnattræn hlýnun og aðrar athafnir manna valda þýða að tegundum lífvera fækkar og vistkerfið verður einsleitara. Ofan á það bætist að ágengar nýjar tegundir nema land á nýjum svæðum og valda usla í vistkerfinu sem fyrir er á fleti. Guðmundur segir að þannig dragi úr seiglu vistkefanna til að mæta breyttum umhverfisskilyrðum og líkurnar á uppskerubresti og hruni í nytjastofnum aukist. „Þetta er eitthvað sem enginn getur séð fyrir hvað gerist þannig að það er svolítið verið að leika með eldinn að láta þetta viðgangast að tegundir deyi út og flytja svona mikið af tegundum á milli heimsálfa,“ segir hann.Selir við Jökulsárlón. Land- og útselur voru þær tvær spendýrategundir sem voru taldar í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar í fyrra.Vísir/VilhelmSelir og lundi á meðal tegunda í hættu við Ísland Ísland er ekki ónæmt fyrir þeirri ógn sem stafar að lífríkinu vegna athafna manna. Guðmundur bendir á að hér sífellt þrengt að kjörlendi tegunda og þannig sé um helmingur fuglategunda á Íslandi á válista Náttúrufræðistofnunar af ýmsum ástæðum. Sérstaklega nefnir Guðmundur að land- og útsel hraki hratt við Ísland og að lundastofninn sé á hraðri niðurleið. Hnignun þeirra sé beint og óbeint af völdum manna. „Með lundann er fæðuskortur í sjónum sem tengist örugglega breyttum umhverfisskilyrðum í sjónum. Við vitum það ekki nákvæmlega en það gæti verið þannig. Þetta eru breytingar í umhverfinu, það er alveg ljóst,“ segir hann. Loftslagsbreytingar auki á álagið sem mannlegar athafnir hafa í för með sér fyrir lífríkið. Margir samverkandi leggist á eitt um að ógna því. „Byggð er sífellt að þenjast út, það er verið að leggja nýja vegi, þvera firði. Þetta er allt álag á það litla lífkerfi sem við höfum hér. Þetta heldur bara áfram sýnist manni,“ segir hann. Sem dæmi nefnir hann að Íslendingar hafi þurrkað upp megnið af því votlendi sem var til staðar fyrr á öldum þó að í seinni tíð sé rætt um að endurheimta það að hluta. Fjöldi mismunda gerða votlendis með sín eigin vistkerfi sé til og huga þurfi að því við möguleg endurheimt.Fjöruspái er einn þriggja fuglategunda sem var talinn í bráðri hættu í fyrra.Daníel BergmannBreyta þarf gildismati og lífsháttum Skýrsluhöfundar SÞ segja að umskipta sér þörf í lifnaðarháttum manna og að hætta verði að nota efnahagslegan hagvöxt sem mælikvarða á velsæld og auð. Guðmundur segir að þeir hlutir snúi einnig að Íslendingum. „Hvað ætlum við að verða mörg hér á Íslandi? Hvað getur landið framfleytt mörgum hérna án þess að ganga verulega á náttúruna? Hver eru þau lífsgæði sem við viljum búa þegnum okkar lands? Eiga allir að vera í einbýlishúsi? Eiga allir að eiga tvo bíla og svo framvegis? Þetta gengur náttúrulega ekkert upp að halda svona áfram. Það er fyrst og fremst þetta sem skýrsluhöfundar benda á,“ segir Guðmundur. Gjörbreyta þurfi gildismati og lífsháttum manna ætli þeir sé að lifa áfram á jörðinni næstu aldirnar, annars fari illa fyrir þeim. Guðmundur setur aðstæður nú í samhengi við hamfarir sem dundu á íslensku þjóðinni fyrr á öldum. „Þegar við vorum komin í 50.000 kom upp einhver óáran sem dundi yfir og þá hrundi fólksfjöldinn aftur niður í einhverja þolanlega stofnstærð sem landið gat framfleytt. Þessi tala er komin eitthvað hærra með tækniframförum núna en það kemur að því að það lætur eitthvað undan. Endalaus vöxtur er ekki sjálfbær,“ segir hann. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lífheimurinn á jörðinni lifir líklega af þó að stór hluti hans deyi út af völdum manna en óvíst er að mannkynið standi það af sér, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenskar dýrategundir eins og selir og lundi eru á meðal þeirra sem berjast nú í bökkum, beint og óbeint vegna ágangs manna. Um fjórðungur dýra- og plöntutegunda í heiminum, um ein milljón tegunda, er í hættu á útrýmingu á næstu áratugum vegna ágangs manna samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa sem var kynnt á mánudag. Hnignun lífheimsins er rakin til vaxandi umsvifa mannkynsins sem hefur raskað vistkerfum um alla jörðina. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir í samtali við Vísi að þó að búið sé að draga saman gríðarlegt magn upplýsinga í skýrslu SÞ sé mest af efni hennar áður þekktar staðreyndir. „Þetta bendir allt í sömu átt og þetta er svolítið kjaftshögg að sjá þetta. Það er jafnvel hætta á að sjaldgæfar tegundir hverfi alveg úr lífheiminum og komi aldrei aftur,“ segir hann.Sjá einnig:Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Verri útrýmingar lífs hafa áður átt sér stað í sögu jarðarinnar en Guðmundur bendir á að breytingarnar nú séu afar hraðar miðað við síðustu tíu milljón ár. „Ég hugsa nú að lífheimurinn lifi þetta alveg af en ég hugsa að mannkynið eigi varla eftir að standast þetta ef þetta heldur svona áfram í óbreyttri mynd,“ segir hann.Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safna- og flokkunarfræðideildar og staðgengill forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands.Náttúrufræðistofnun ÍslandsLeika sér með eldinn Í skýrslu SÞ er rakin tölfræði um hvernig mannkynið hefur gjörbreytt jörðinni og látið nær enga hluta hennar eftir ósnortna. Mannkynið hafi tvöfaldast að fjölda frá árinu 1970, borgarland hafi tvöfaldast að flatarmáli frá 1992. Loftslagsbreytingar af völdum manna magni upp álag á vistkerfi vegna ofveiði, eiturefnanotkunar og eyðingu búsvæða lífvera. Guðmundur segir að yfirvofandi útdauði tegunda sé afleiðing af lífsháttum manna og fólksfjölgunar. Jafnvel þó að mönnum tækist að minnka kolefnisfótspor sitt væru þeir fljótt komnir í sömu stöðu af fólksfjölgunin heldur áfram. Mannkynið muni súpa seyðið af hnignun lífríkisins þar sem fæða sem jörðin mun standa undir í framtíðinni muni að líkindum ekki duga því. Í skýrslunni er meðal annars bent á að vegna eyðingu jarðvegs standi hann nú undir tæplega fjórðungi minni landbúnaðarframleiðslu en áður. „Það hefur augljóslega afleiðingar fyrir lífsafkomu mannkyns,“ segir Guðmundur. Álagið sem hnattræn hlýnun og aðrar athafnir manna valda þýða að tegundum lífvera fækkar og vistkerfið verður einsleitara. Ofan á það bætist að ágengar nýjar tegundir nema land á nýjum svæðum og valda usla í vistkerfinu sem fyrir er á fleti. Guðmundur segir að þannig dragi úr seiglu vistkefanna til að mæta breyttum umhverfisskilyrðum og líkurnar á uppskerubresti og hruni í nytjastofnum aukist. „Þetta er eitthvað sem enginn getur séð fyrir hvað gerist þannig að það er svolítið verið að leika með eldinn að láta þetta viðgangast að tegundir deyi út og flytja svona mikið af tegundum á milli heimsálfa,“ segir hann.Selir við Jökulsárlón. Land- og útselur voru þær tvær spendýrategundir sem voru taldar í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar í fyrra.Vísir/VilhelmSelir og lundi á meðal tegunda í hættu við Ísland Ísland er ekki ónæmt fyrir þeirri ógn sem stafar að lífríkinu vegna athafna manna. Guðmundur bendir á að hér sífellt þrengt að kjörlendi tegunda og þannig sé um helmingur fuglategunda á Íslandi á válista Náttúrufræðistofnunar af ýmsum ástæðum. Sérstaklega nefnir Guðmundur að land- og útsel hraki hratt við Ísland og að lundastofninn sé á hraðri niðurleið. Hnignun þeirra sé beint og óbeint af völdum manna. „Með lundann er fæðuskortur í sjónum sem tengist örugglega breyttum umhverfisskilyrðum í sjónum. Við vitum það ekki nákvæmlega en það gæti verið þannig. Þetta eru breytingar í umhverfinu, það er alveg ljóst,“ segir hann. Loftslagsbreytingar auki á álagið sem mannlegar athafnir hafa í för með sér fyrir lífríkið. Margir samverkandi leggist á eitt um að ógna því. „Byggð er sífellt að þenjast út, það er verið að leggja nýja vegi, þvera firði. Þetta er allt álag á það litla lífkerfi sem við höfum hér. Þetta heldur bara áfram sýnist manni,“ segir hann. Sem dæmi nefnir hann að Íslendingar hafi þurrkað upp megnið af því votlendi sem var til staðar fyrr á öldum þó að í seinni tíð sé rætt um að endurheimta það að hluta. Fjöldi mismunda gerða votlendis með sín eigin vistkerfi sé til og huga þurfi að því við möguleg endurheimt.Fjöruspái er einn þriggja fuglategunda sem var talinn í bráðri hættu í fyrra.Daníel BergmannBreyta þarf gildismati og lífsháttum Skýrsluhöfundar SÞ segja að umskipta sér þörf í lifnaðarháttum manna og að hætta verði að nota efnahagslegan hagvöxt sem mælikvarða á velsæld og auð. Guðmundur segir að þeir hlutir snúi einnig að Íslendingum. „Hvað ætlum við að verða mörg hér á Íslandi? Hvað getur landið framfleytt mörgum hérna án þess að ganga verulega á náttúruna? Hver eru þau lífsgæði sem við viljum búa þegnum okkar lands? Eiga allir að vera í einbýlishúsi? Eiga allir að eiga tvo bíla og svo framvegis? Þetta gengur náttúrulega ekkert upp að halda svona áfram. Það er fyrst og fremst þetta sem skýrsluhöfundar benda á,“ segir Guðmundur. Gjörbreyta þurfi gildismati og lífsháttum manna ætli þeir sé að lifa áfram á jörðinni næstu aldirnar, annars fari illa fyrir þeim. Guðmundur setur aðstæður nú í samhengi við hamfarir sem dundu á íslensku þjóðinni fyrr á öldum. „Þegar við vorum komin í 50.000 kom upp einhver óáran sem dundi yfir og þá hrundi fólksfjöldinn aftur niður í einhverja þolanlega stofnstærð sem landið gat framfleytt. Þessi tala er komin eitthvað hærra með tækniframförum núna en það kemur að því að það lætur eitthvað undan. Endalaus vöxtur er ekki sjálfbær,“ segir hann.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01
„Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48
Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent