Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Sighvatur Jónsson skrifar 7. maí 2019 19:15 Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira