Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:00 Liðsmenn úr björgunarsveitinni Húnum sem björguðu mönnum úr sjónum við Hvammstanga. Björgunarfélagið Blanda Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn. Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn.
Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira