Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana. Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana.
Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira