Handbolti

Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við

Arnar Helgi Magnússon skrifar
Snorri og lærisveinar eru úr leik.
Snorri og lærisveinar eru úr leik. vísir/bára
„Ég er mjög svekktur, þetta eru vonbrigði,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals eftir tapið á Selfossi í kvöld.

 

Selfyssingar sigruðu leikinn 29-26 og tryggðu sér um leið sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

 

„Mér fannst drengirnir flottir og þeir lögðu allt í þetta, allt sem þeir áttu. Við verðum bara að viðurkenna það að Selfoss var betra í þessu einvígi.“

 

„Úrslitin ljúga ekkert, við getum ekkert verið að halda einhvejru öðru fram. Þó að okkur finnist við vera góðir þá erum við klárlega ekki betri en Selfoss. Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við.“

 

Valsmenn fengu á sig mikið af mörkum í einvíginu og segir Snorri að varnarleikurinn hafi ekki verið nægilega góður.

 

„Okkar stoð er varnarleikurinn en við erum að fá á okkur mikið af mörkum, fleiri en við erum vanir. Serían fer kannski ekkert í þessum leik hér í kvöld en fyrsti leikurinn hér á Selfossi situr mikið í mér. Þar vorum við með pálmann í höndunum til þess að taka yfirhöndina í þessu einvígi.“

 

Snorri bætti við að að Valsmenn hafi engan vegið náð markmiðum sínum á þessu tímabili en  hvert er framhaldið hjá Valsmönnum?

 

„Ég var að detta úr keppni. Ég var með hugann við leikinn á fimmtudag en hann verður því miður ekki,“ sagði Snorri að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×