Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 16:12 Brak Sukhoi-þotu Aeoroflot á Sjeremetjevóflugvelli. Vísir/EPA Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09