Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Fyrir fjórtán árum lamaðist Magnús Jóel Jónsson vinstra megin á líkama eftir heilablóðfall. Sérútbúinn hjólastóll veitir Magnúsi nauðsynlegan stuðning, hvort sem hann situr eða stendur. Vísir/Arnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira