Vill skipta ábata hagræðingar milli starfsmanna og félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali eftir fjárfestafundinn í morgun þar sem uppgjörið var kynnt. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44