Netþrjótar reyna að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun í hverri viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2019 20:30 Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“ Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira