Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:05 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Vísir/Vilhelm Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47