Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:05 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Vísir/Vilhelm Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47