Spurt fyrir vin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2019 08:45 Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar