Spurt fyrir vin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2019 08:45 Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun