Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 20:30 Þeir þingmenn sem eru grænir sögðu já, þeir sem eru gulir sátu hjá við afgreiðslu málsins og þeir sem eru rauðir sögðu nei. grafík/tótla Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20