Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 12:24 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira