Var í símanum og missti af fyrirspurn þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 09:34 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki vel með á nótunum í fyrirspurnatíma á þingi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira