Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Ari Brynjólfsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Fjöldi mætti á Secret Solstice í fyrra. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir gæsluna í ár verða betri en í Leifsstöð. Fréttablaðið/ÞÓrsteinn Sigurðsson „Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30