Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Lilja á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/Ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira