Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:57 Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“ Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05