Helmingslíkur á því að nýja flugfélagið verði að veruleika Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:08 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. Hann segir um helmingslíkur á því að áætlun sín gangi eftir. Greint var frá því í síðustu viku að stofnun nýja flugfélagsins, sem á að fylla í skarðið sem WOW air skildi eftir sig, væri töluvert langt á veg komin. Leiðaráætlun hafði þegar verið teiknuð upp og þá voru bundnar vonir við að flugrekstrarleyfi fengist fyrir félagið innan nokkurra vikna.Sjá einnig: Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar er aðalsprauta verkefnisins en með honum í liði eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW. Hreiðar segir í samtali við Vísi í dag að enn þurfi þó að huga að ýmsu áður en félagið geti farið í hlutafjársöfnun. „Til þess að það sé hægt að kynna málin þá þarf það að vera samkeppnishæft við þá aðila sem eru að fljúga inn í landið hér í dag og þá miðum við náttúrulega fyrst við alveg „basic“ lággjaldafélög.“Málaferli Isavia og ALC ljón í veginumErtu bjartsýnn á að þetta gangi eftir?„Í dag er það bara 50/50,“ segir Hreiðar. Verkefnið sé fjölþætt og einn liður geti sett allt á hliðina. Í því samhengi nefnir Hreiðar ýmis óhagstæð ytri skilyrði sem spili þar inn í, til að mynda óstöðuga krónu og málaferli Isavia og ALC, bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins sem á hina kyrrsettu WOW-flugvél á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er allt sett undir sama hatt í þessu litla landi og það er náttúrulega ekki jákvæð umræða um að leigja íslensku félagi flugvélar.“Ástþór Magnússon er einn aðstandenda Fly Icelandic.VísirÁ þetta benda einnig aðstandendur verkefnisins Fly Icelandic í grein sem Ástþór Magnússon, forsvarsmaður verkefnisins, og Nordine Ouabdesselam, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fjármálasviðs Airbus, eru skrifaðir fyrir og send var til fjölmiðla í dag. Í grein sinni segja þeir m.a. að hætta sé á því að Ísland lendi í „ruslflokki“ þegar kemur að leigu og sölu flugvéla til Íslands, falli málið í vil Isavia. Þá skora þeir á stjórnvöld að „stöðva óeðlilega viðskiptahætti á Keflavíkurflugvelli“.Ekki að leggja árar í bát Hreiðar segir að framtíð flugfélagsins skýrist væntanlega næstu daga, jafnvel seinni partinn á morgun. Honum hafi til dæmis þegar borist atvinnuumsóknir frá reyndum aðilum úr fluggeiranum og niðurstaðan verði vonandi jákvæð. Væntingum sé þó stillt í hóf en ekki hefur verið samið um leigu á flugvélum og engar frekari hreyfingar hafa orðið á flugrekstrarleyfi fyrir félagið. „Ég er ekki að leggja árar í bát og ef það gengur ekki eftir þessu módeli, eins og stundum er þegar eitthvað er strembið, þá finnur maður einhverja aðra leið til þess að leysa það. En samkvæmt þessu plani þá er það svona 50/50 og það skýrist kannski á morgun.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. Hann segir um helmingslíkur á því að áætlun sín gangi eftir. Greint var frá því í síðustu viku að stofnun nýja flugfélagsins, sem á að fylla í skarðið sem WOW air skildi eftir sig, væri töluvert langt á veg komin. Leiðaráætlun hafði þegar verið teiknuð upp og þá voru bundnar vonir við að flugrekstrarleyfi fengist fyrir félagið innan nokkurra vikna.Sjá einnig: Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar er aðalsprauta verkefnisins en með honum í liði eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW. Hreiðar segir í samtali við Vísi í dag að enn þurfi þó að huga að ýmsu áður en félagið geti farið í hlutafjársöfnun. „Til þess að það sé hægt að kynna málin þá þarf það að vera samkeppnishæft við þá aðila sem eru að fljúga inn í landið hér í dag og þá miðum við náttúrulega fyrst við alveg „basic“ lággjaldafélög.“Málaferli Isavia og ALC ljón í veginumErtu bjartsýnn á að þetta gangi eftir?„Í dag er það bara 50/50,“ segir Hreiðar. Verkefnið sé fjölþætt og einn liður geti sett allt á hliðina. Í því samhengi nefnir Hreiðar ýmis óhagstæð ytri skilyrði sem spili þar inn í, til að mynda óstöðuga krónu og málaferli Isavia og ALC, bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins sem á hina kyrrsettu WOW-flugvél á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er allt sett undir sama hatt í þessu litla landi og það er náttúrulega ekki jákvæð umræða um að leigja íslensku félagi flugvélar.“Ástþór Magnússon er einn aðstandenda Fly Icelandic.VísirÁ þetta benda einnig aðstandendur verkefnisins Fly Icelandic í grein sem Ástþór Magnússon, forsvarsmaður verkefnisins, og Nordine Ouabdesselam, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fjármálasviðs Airbus, eru skrifaðir fyrir og send var til fjölmiðla í dag. Í grein sinni segja þeir m.a. að hætta sé á því að Ísland lendi í „ruslflokki“ þegar kemur að leigu og sölu flugvéla til Íslands, falli málið í vil Isavia. Þá skora þeir á stjórnvöld að „stöðva óeðlilega viðskiptahætti á Keflavíkurflugvelli“.Ekki að leggja árar í bát Hreiðar segir að framtíð flugfélagsins skýrist væntanlega næstu daga, jafnvel seinni partinn á morgun. Honum hafi til dæmis þegar borist atvinnuumsóknir frá reyndum aðilum úr fluggeiranum og niðurstaðan verði vonandi jákvæð. Væntingum sé þó stillt í hóf en ekki hefur verið samið um leigu á flugvélum og engar frekari hreyfingar hafa orðið á flugrekstrarleyfi fyrir félagið. „Ég er ekki að leggja árar í bát og ef það gengur ekki eftir þessu módeli, eins og stundum er þegar eitthvað er strembið, þá finnur maður einhverja aðra leið til þess að leysa það. En samkvæmt þessu plani þá er það svona 50/50 og það skýrist kannski á morgun.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28