Óskar Hrafn: Voru sjálfum sér og félaginu til sóma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:37 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira