Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Verslunin Rimlakjör hefur verið starfrækt lengi á Litla-Hrauni. Þar eru föngum útvegaðar sígarettur. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent