Fara heim daginn eftir aðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2019 22:30 Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00